Aðstaðan

CrossFit Hengill opnaði 22. október 2012. Markmið okkar er að bjóða upp á metnaðarfulla þjálfun fyrir alla, jafnt keppnisfólk í CrossFit og keppnisfólk í öðrum íþróttagreinum sem og almenna iðkendur. Við bjóðum upp á góða aðstöðu og æfingabúnað en umfram allt þjálfara með mikla reynslu af CrossFit og öðrum íþróttagreinum.

Við leggjum mikið upp úr því að skapa jákvætt, uppbyggilegt, kröfuhart og skemmtilegt umhverfi þar sem bætt líkamlegt atgervi og heilbrigt líferni er sameiginlegt markmið okkar allra. Æfingasalir stöðvarinnar eru rúmlega 400fm og eru vel tækjum búnir frá Rogue, Concept og Sportvörum.