Skráning á námskeið

,,ENGINN GETUR ALLT, ALLIR GETA EITTHVAГ

Ert þú orðin/n þreytt/ur á sömu ræktarrútínunni?
Langar þig að æfa með skemmtilegum hópi í jákvæðu og hvetjandi umhverfi?
Langar þig að æfa undir leiðsögn faglegra þjálfara?
Langar þig að auka þol þitt? Styrk? Liðleika? Samhæfingu?
Langar þig að auka lífsgæði þín?

Ef þú svaraðir einhverju af þessu játandi þá ertu mögulega komin/nn á réttan stað!
Við í CrossFit Hengli leggjum metnað okkar í að bjóða upp á faglega þjálfun.
Hjá okkur starfa reyndir og metnaðarfullir þjálfarar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa trú á CrossFit sem æfingakerfi sem hentar öllu. Þjálfarar sem leggja sig fram við að kenna iðkendum okkar rétta líkamsbeitingu og ná markmiðum sínum.

Þú þarft ekki að vera í góðu formi til að byrja en þú þarft að byrja til að komast í þitt besta form. Að komast í gott líkamlegt form og viðhalda því er eilífðar verkefni, verkefni sem er skemmtilegt ef þú finnur þér hreyfingu sem þér líkar vel. Við munum aðstoða þig og leiðbeina hvert skref í för þinni að bættri líkamlegri heilsu og hreysti.