Þjálfarar

Markmið okkar er að bjóða upp á metnaðarfulla þjálfun fyrir alla, jafnt keppnisfólk í CrossFit, keppnisfólk í öðrum íþróttagreinum sem og almenna iðkendur.  Allir okkar þjálfarar hafa mikla reynslu af CrossFit og öðrum íþróttagreinum.


Björgvin Karl Guðmundsson
Yfirþjálfari

Björgvin Karl hefur stundað CrossFit síðan árið 2011. Hann er núverandi íslands- og evrópumeistari í CrossFit og er einn af 10 bestu “crossfitturum” heims. Björgvin býr yfir mikilli þekkingu og færni við þjálfun CrossFit þar sem hann starfar bæði með færustu þjálfurum og keppnisfólki heims innan íþróttarinnar.


María Rún Þorsteinsdóttir
Framkvæmdastjóri og yfirþjálfari barnastarfs

María Rún hefur stundað CrossFit síðan árið 2010. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og er með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla. Hún er einnig ÍAK styrktarþjálfari og Crossfit Level 1 þjálfari.


Heiðar Ingi Heiðarsson

Þjálfari

Heiðar Ingi hefur stundað CrossFit síðan árið 2011. Heiðar starfar sem lögreglumaður hjá Ríkislögreglustjóra auk þess sem hann þjálfar CrossFit. Heiðar hefur setið CrossFit Level 1 námskeið auk þess sem hann hefur lokið Kettlebells þjálfaranámskeiði, Bootcamp þjálfaranámskeiði og lokið einkaþjálfaranámi WC.


Einar Alexander Haraldsson
Þjálfari

Einar Alexander hefur stundað CrossFit síðan árið 2012. Einar starfar sem sölumaður hjá Ölgerðinni og er CrossFit level 1 þjálfari sem hefur mikinn áhuga á ólympískum lyftingum.

 


Gunnar Ingi Þorsteinsson
Þjálfari

Gunnar Ingi hefur stundað CrossFit síðan árið 2012. Auk þess sem hann þjálfar CrossFit er hann nemi í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.

 


Rakel Hlynsdóttir

Þjálfari

Rakel hefur stundað CrossFit síðan árið 2013. Rakel er að læra styrktarþjálfarann í ÍAK. Rakel þjálfaði áður CrossFit í CrossFit Eyjum auk þess sem hún kenndi þar spinning í 6 ár. Rakel hefur setið CrossFit Level 1 námskeið.

 


Anna Guðrún Halldórsdóttir

Þjálfari

Anna Guðrún hefur stundað CrossFit síðan árið 2010. Hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair auk þess sem hún þjálfar CrossFit. Anna Guðrún hefur setið CrossFit Level 1 námskeið.

 


Birna Almarsdóttir

Þjálfari

Birna hefur stundað CrossFit síðan árið 2013 og er íslenskunemi við Háskóla Íslands auk þess sem hún er CrossFit Level 1 þjálfari.